Í dag féll dómur hjá Dómstól ÍSÍ sem er dómstóll íshokkíhreyfingarinnar. Þar var fjallað um kæru Fjölnis vegna leiks Skautafélags Akureyrar og Skautafélags Reykjavíkur. Dómstóllinn tók til greina málsástæður Fjölnis og dæmdi leikinn tapaðann fyrir SR með markatölunni 0-10.
Ljóst er að þetta hefur áhrif á úrslitakeppni karla sem er framundan. Stjórn ÍHÍ mun koma saman fljótt og fara yfir dóminn. Meira síðar.