15.01.2005
Nú er klukkan að verða 11 að morgni hér í Mexíkó og strákarnir okkar voru að klára fyrir stundu æfingu á svellinu hér í Mexíkó, í dag leikum við á móti Nýja Sjálandi og verður það harður og fastur leikur því að það er mál manna að Ný Sjálenska liðið sé líkamlega sterkt og leiki hart og fast hokkí þar sem að þeir reyna sem þeir geta að keyra á andstæðingana til að koma þeim úr jafnvægi í þeirri von að þeir ná tökum á leiknum.
Strákarnir okkar eru einbeittir og klárir í slaginn við Nýja Sjáland og vita alveg hvað þeir ætla sér. Það eru tvö lið sem að fara upp úr þriðju deild og þó að gullið sé gengið okkur úr greipum eftir tapið á móti Mexíkó eigum við enn góða möguleika á því að komast upp um deild ef að við vinnum silfur verðlaun hér. Andinn er góður í hópnum og höfum við sem erum í fararstjórninni enn fulla trú á því að strákarnir geti náð markmiðum sínum.
Leikurinn er klukkan 17:00 í staðartíma í Mexíkó eða klukkan 22:00 á Reykjavíkur tíma? Sendum kærar kveðjur heim og segjum ÁFRAM ÍSLAND!!