Nemar frá íþróttabraut Borgarholtsskóla heimsóttu skrifstofu ÍHÍ í morgun ásamt leiðbeinanda sínum Emil Alengard. Allir þessir nemar leika íshokkí og voru þau að kynna sér í hverju starf ÍHÍ væri fólgið. Hvaða verkefni skrifstofan væri helst að sinna, hver framtíðasýnin væri og hvernig einstaka nefndir sambandsins virkuðu. Samtalið var skemmtilegt og upplýsandi, mikilvægt er að unga fólkið í greininni geri sér grein fyrir því hvernig sambandið virkar, hvernig því er stjórnað og hvert hlutverk þess er.