Það er mikið um að vera í íslensku hokkílífi þessa dagana. Um helgina fer fram Landsbankamótið í Egilshöll en þar er um að ræða yngstu flokka 7., 6. og 5. flokk og þar munu verða spilaði fjölmargir leikir. Dagskrámótsins má finna
hér, á heimasíðu Bjarnarins sem heldur mótið.
En það eru ekki bara yngsta fólkið sem reimar á sig skautana um þessa helgi því nú eru tvö landsliðs stödd erlendis, þ.e. bæði karla og kvennalandsliðin. Kvennaliðið er líkt og flestir vita í Rúmeníu og eiga frídag í dag laugardag en spila sinn síðasta leik á mótinu á morgun gegn Eistlandi. Liðið hefur nú þegar spilað fjóra leiki, tapað þremur og unnið einn. Sigur liðsins gegn Tyrkjum í gær var fyrsti sigur íslensks kvennalandsliðs og því þar um ákveðin tímamót að ræða.
Karlalandsliðið hélt utan í gærmorgun til Seuol í Suður Kóreu en ferðlagið er bæði langt og strangt. Liðið leikur sinn fyrsta leik á mánudaginn og þá verður att kappi við Norður Kóreu. Aðrir mótherjar liðsins eru Ástralía, Ísrael, S-Kórea og Mexíkó. Líkt og með önnur mót þá verða daglegar fréttir af mótinu hér á síðunni sem og á link merktum liðinu hér til hliðar.
Það er því óhætt að segja mikið sé um að vera og ánægjulegt að sjá í hve miklum blóma hokkíið er um þessar mundir.