Íshokkísambandið og Martin Struzinski hafa undirritað samning um að Martin verður aðalþjálfari landsliðs karla þetta tímabil. Hann mun stýra liði okkar í 2. deild B á heimsmeistaramóti IIHF sem að þessu sinni verður spilað á Nýja Sjálandi.
Martin er danskur og starfar meðal annars fyrir Danska íshokkísambandið sem aðalþjálfari fyrir U20 ára landslið þeirra og aðstoðarþjálfari á karla liði Danmerkur. Fyrir þá sem vilja vita meira um hann er hér hlekkur á eliteprospects. Hann fékk frábær meðmæli frá vinum okkar í danska sambandinu þar sem hann er í mjög stóru hlutverki.
Við hjá ÍHÍ erum mjög lukkuleg með þetta samkomulag og við teljum að Martin verði frábær innspýting í íslenskt íshokkí líf.