Lokaleikur undankeppninnar leikinn í kvöld. Skautafélag Reykjavíkur deildarmeistarar í mfl karla,

Í kvöld var lokaleikur undankeppninnar í meistaraflokki karla leikinn í Skautahöllinni á Akureyri áttust þar við SA og Narfi skemmst er frá því að segja að SA sigraði í þessum leik með 5 mörkum gegn 2 mörkum Narfamanna. Þar með er ljóst að Skautafélag Reykjavíkur er deildarmeistari þetta árið með 27 stig eftir 18 leiki, Skautafélag Akureyrar er í öðru sæti með 24 stig, Björninn í þriðja sæti með 11 stig og nýliðarnir í Narfa reka lestina með 10 sitg.

Því er ljóst að Skautafélag Reykjavíkur og Skautafélag Akureyrar munu eigast við í úrslitakeppni þar sem það lið er krýnt Íslandsmeistarar sem fyrr vinnur 3 leiki eða það sem oft er kallað "best of five".  Leikið er til úrslita í hverjum leik þannig að jafntefli gilda ekki. Ef lið eru jöfn að loknum venjulegum leiktíma í úrslitaleik skal spila 10 min. bráðabana þar sem það lið vinnur sem fyrst skorar. (eða svokallað gullmark) Náist ekki úrslit í bráðabana skal háð vítakeppni þar sem hvort lið fær 5 víti. Áður en vítakeppni hefst fá liðin 5 mín. til að gefa upp vítaskyttur. Náist ekki úrslit er háður vítabráðabani. Hvort lið skal alltaf gefa upp næstu 5 vítaskyttur. 

Úrslitaleikirnir verða sem hér segir:

Leikur 1 Skautahöllin í Laugardal miðvikudaginn 20. apríl klukkan 20:00

Leikur 2 Skautahöllin á Akureyri Laugardaginn 23. apríl klukkan 17:00

Leikur 3 Skautahöllin í Laugardal þriðjudaginn 26. apríl klukkan 20:00

Leikur 4 Skautahöllin á Akureyri föstudaginn 29. apríl klukkan 20:00
Leikur 5 Skautahöllin í Laugardal sunnudaginn 1 maí klukkan 20:00