Í dag er síðasti keppnisdagur á heimsmeistaramóti U18 í Skautahöllinni á Akureyri. Sjálfur gull leikurinn hefst kl. 18:00 þegar Ísland mætir Ísrael í hreinum úrslitaleik. Áhorfendur hafa fyllt höllina á öllum leikjum Íslands í vikunni og vonandi heldur þessi gríðarlega mikilvægi stuðningur áfram í kvöld. Það er rétt að ítreka það að leikurinn hefst kl 18:00 í kvöld en ekki kl. 20:00 líkt og fyrri leikir liðsins.
Fyrir hokkíþyrsta þá byrjar veislan kl. 11:00 í dag á leik Tyrklands og Bosníu-Herzegóveníu, og svo mætast Mexíkó og Lúxemborg kl. 14:30.