Frá leik SR Fálka og Bjarnarins nýverið. Mynd: Ómar Þór Edvardsson
Leikur kvöldsins að þessu sinni er leikur Bjarnarins og SR í meistaraflokki karla. Leikurinn fer fram í Egilshöll og hefst klukkan 19.30
Skammt er síðan þessi sömu lið léku og var sá leikur hin ágætasta skemmtun fyrir fjölmarga áhorfendur sem mættu. Bjarnarmenn höfðu töglin og haldirnar meirihluta leiksins og þegar þriðja lota var u.þ.b. hálfnuð var staðan 4 - 1 þeim í hag. SR-ingar náðu hinsvegar að jafna leikinn á síðustu mínútu leiksins og framlenging var því staðreynd. Í henni náði Ólafur Hrafn Björnsson að skora markið sem gaf aukastigið.
Eitthvað er um meiðsli í báðum liðum. Daniel Kolar hefur verið meiddur og Andri Már Helgason er tæpur. Hjá SR-ingum hefur Gauti Þormóðsson verið frá um nokkurn tíma og einnig Kristján Gunnlaugsson.
HH