25.01.2011
Í kvöld fara fram tveir leikir á íslandsmótinu í íshokkí. Annarsvegar eigast við SA Víkingar og Skautafélag Reykjavíkur í meistaraflokki karla og hinsvegar leika Skautafélag Reykjavíkur og Björninn í meistaraflokki kvenna.
Leikur SA Víkinga og Skautafélags Reykjavíkur er beðið með nokkurri spennu enda liðin jöfn að stigum og berjast nú hart um heimaleikjaréttinn. Hvert stig er því dýrmætt og ekki ólíklegt að margfrægt dagsform ráði hvort liðið fer með sigur af hólmi. Leikurinn er í Skautahöllinni á Akureyri og hefst klukkan 19.30
Í Skautahöllinni í Laugardal mætast síðan eins og áður sagði Skautafélag Reykjavíkur og Björninn í meistaraflokki kvenna. SR-konur léku um síðustu helgi gegn SA-Valkyrjum og biðu lægri hlut en leikurinn endaði 1 - 6. Greinileg framför er í leik SR-stúlkna. Í liði Bjarnarins er Flosrún Vaka mætt aftur eftir að hafa verið fjarverandi síðustu mánuði vegna vinnu.
Mynd: Sigurgeir Haraldsson
HH