Skautafélag Reykjavíkur íshokkídeild hefur óskað eftir endurskráningu og leikheimild fyrir Conor Hugh White sem lék með Birninum/Fjölni hér á árum áður.
Félagið hefur greitt félagaskiptagjald og lagt fram gögn til staðfestingar á íslenskum ríkisborgararétti. Því telst Conor Hugh White löglegur leikmaður á Íslandsmótinu í íshokkí með Skautafélagi Reykjavíkur frá deginum í dag að telja.