Landsliðsþjálfari kvenna

Lars Foder hefur verið ráðinn þjálfari kvennalandsliðsins í íshokkí. Lars sem er 27 ára að aldri  sem kemur frá Danmörku en þar hóf hann ungur að leika hokkí. Lars hefur leikið fjölmarga leiki í efstu og næst efstu deild í Danmörku og þrisvar sinnum orðið danskur meistari en einnig hefur hann orðið bikarmeistari þar í landi.

Síðast liðið ár hóf Lars að leika með liðum Skautafélags Akureyrar ásamt því að vinna við þjálfun hjá félaginu.

Aðspurður kvaðst Lars vera stoltur yfir því að fá þetta krefjandi verkefni og hann vonist til þess að leikmennirnir bæti sig jafnt og þétt yfir tímabilið. Til þess þurfi leikmenn að leggja mikið á sig og trúa á eigin getu.



HH