21.10.2010
Íshokkísamband Íslands hefur gengið frá samkomulagi við Danann Olaf Eller að hann þjálfi og stýri A landsliði Íslands á þessari leiktíð. En verkefni liðsins er heimsmeistarakeppni Alþjóða Íshokkísambandsins 2. deild sem leikin verður í Zagreb í Króatíu 10. til 16. apríl 2011. Í riðli með Íslandi að þessu sinni eru Rúmenía, Búlgaría, Kína, Írland og gestgjafarnir Króatar.
Olaf Eller er margreyndur hokkímaður bæði sem leikmaður og þjálfari.
Hann hefur þjálfað U20 landslið Danmerkur síðustu tvö ár ásamt því að hafa þjálfað úrvaldsdeildarliðin frá Rungsted, Hvidovre, Rødovre, Herlev, Frederikshavn ásamt 1. deildar liði Amager.
Hann hefur víðtæka reynslu sem leikmaður. 500 leiki í efstu deild í Danmörku með liðum Rødovre og Rungsted. á þeim tíma 5 sinnum danskur meistari. Hann hefur einnig leikið 104 A-landsleiki fyrir Danmörk.
Íshokkísamband Íslands vill bjóða Olaf velkomin til starfa fyrir íslensku íshokkíhreyfinguna.
Íshokkísambandið vill einnig koma á framfæri þakklæti við Richard Tahtinen sem stýrt hefur liðinu síðustu ár með góðum árangri, en samningur hans rann út síðastliðið vor.