24.05.2006
Á þingi IIHF sem haldið var nú um nýliðna helgi var mótum fyrir næsta ár úthlutað.
Karlaliðið okkar leikur í annarri deild B um páska 2007 eða fyrst í apríl. Leikið er í Seoul Suður kóreu, andstæðingarnir eru Ísrael, Kórea, Ástralía, Norður Kórea og Mexíkó.
Kvennaliðið okkar leikur í fjórðu deild. Þar eru að bætast við mörg ný lið og leikstaður verður ekki ákveðin fyrr en ljóst er hversu mörg lið taka þátt. Meðal þeirra liða sem að eru að koma með ný kvennalið til keppni eru Króatía, Eistland, Tyrkland og Ísrael.
Undir 20 ára landslið okkar fer í desember (líklegast fyrir jól) til Rúmeníu. Það er önnur deild A sem að þar leikur. Í henni eru ásamt okkur Ungverjaland, Króatía, Rúmenía, Spánn og Astralía
Undir 18 ára liðið okkar féll á síðasta ári niður í þriðju deild eftir flensuferðina miklu. Þeir koma til með að leika í Peking í Kína í byrjun mars. Ásamt okkur leika þarna Spánn, Suður Afríka, Nýja sjáland, Kína og annaðhvort Búlgaría eða Tyrkland sem að þurfa að leika um það hvort liðið kemst inn í deildina.