01.02.2005
Nú eru framundan ferðir þriggja landsliða, þ.e. U18, karlalandsliðið og kvennalandsliðið, til þátttöku á heimsmeistaramótum á vegum Alþjóða íshokkísambandsins.
U18 mun keppa í B-riðli 2. deildar í Búkarest höfuðborg Rúmeníu dagana 21. – 27. mars 2005. Þjálfari liðsins er Sergei Zak. Mótherjar liðsins verða auk heimamanna, Króatía, Ungverjaland, Mexíkó og Litháen.
Karlalandsliðið mun keppa í B-riðli 2. deildar í Belgrad höfuðborg Serbíu-Svartfjallalands dagana 4. – 10. apríl 2005. Mótherjar liðsins verða auk heimamanna, Spánn, Ísrael, Belgía og Kórea.
Kvennalandsliðið mun nú í fyrsta skiptið taka þátt í heimsmeistaramóti á vegum Alþjóða íshokkísambandsins og mun liðið keppa í 4. deild. Keppnin fer fram á Nýja-Sjálandi dagana 1. – 4. apríl 2005. Þjálfari liðsins er Sveinn Björnsson. Mótherjar liðsins verða auk heimamanna, Rúmenía og Kórea.