Jón Benedikt Gíslason landsliðsþjálfari kvenna hefur valið úrtakshóp sem kemur til landsliðsæfingar nú um helgina í Egilshöll.
Sölvi Atlason og Jóhann Björgvin Ragnarsson munu aðstoða á þessari æfingu og tækjastjóri er Hulda Sigurðardóttir.
Landslið kvenna mun taka þátt í undankeppni Olympíuleika kvenna 26. - 29. ágúst 2021. Auk Íslands munu Hong Kong, Búlgaría og Litháen taka þátt. Umferðin fer fram í Egilshöll og sigurvegarinn þar fær keppnisrétt í næstu umferð sem fer fram í Suður Kóreu í október 2021.
Næsta verkefni verður svo heimsmeistaramótið sem haldið verður í mars og að öllum líkindum í Króatíu. Þátttökuþjóðir auk Íslands verða Ástralía, Nýja Sjáland, Tyrkland, Króatía og Suður Afríka.
Landsliðsæfingahópurinn;
Andrea Diljá Jóhannesdóttir |
Anna Sonja Ágústsdóttir |
Arndís Eggerz |
Berglind Rós Leifsdóttir |
Birta Júlía Þorbjörnsdóttir |
Brynhildur Hjaltested |
Diljá Björgvinsdóttir |
Elín Alexdóttir |
Elín Þorsteinsdóttir |
Eva María Karvelsdóttir |
Flosrún Vaka Jóhannesdóttir |
Guðrún Marín Viðarsdóttir |
Gunnborg Petra Jóhannsdóttir |
Herborg Rut Geirsdóttir |
Hilma Bóel Bergsdóttir |
Inga Rakel Aradóttir |
Jónína Margrét Guðbjartsdóttir |
Karen Ósk Þórisdóttir |
Katrín Rós Björnsdóttir |
Kolbrún María Garðarsdóttir |
Kristín Ingadóttir |
Lara Mist Jóhannsdóttir |
Laura-Ann Murphy |
María Guðrún Eiríksdóttir |
Ragnhildur Kjartansdóttir |
Saga Margrét Sigurðardóttir |
Sigrún Agatha Arnardóttir |
Silvía Rán Björgvinsdóttir |
Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir |
Sunna Björgvinsdóttir |
Teresa Regína Snorradóttir |
Thelma Matthíasdóttir |
Védís Áslaug Valdimarsdóttir |