Landsliðsúrtak U18 - landsliðsæfing

Rúnar Eff Rúnarsson landsliðsþjálfari U18 drengja hefur valið úrtakshóp sem kemur til æfinga 4. - 6. febrúar næstkomandi.

Landsliðsæfingin fer fram í Egilshöll og mun íþrótttastjóri ÍHÍ, Vladimir Kolek, taka þátt í öllum æfingum.

Facebook hópur hefur verið stofnaður í kringum hópinn og þar mun dagskráin og frekari upplýsingar verða birt.

ÍHÍ greiðir ferðastyrk fyrir þá sem ferðast á milli landshluta og ber viðkomandi leikmaður að hafa samband við skrifstofu ÍHÍ.

ÍHÍ mun útvega eina máltíð fyrir allan hópinn í hádeginu á laugardag og svo verða ávextir í búningsherbergi.

Landsliðið mun taka þátt í heimsmeistaramóti IIHF í Istanbúl í byrjun apríl 2022.

Ístímar eru eftirfarandi;

  • Fös – kl. 19:15-21:00
  • Lau – kl. 09:00-10:00
  • Lau – kl. 20:00-21:00
  • Sun – kl. 08:30-09:30

Úrtakshópurinn; 

Markmenn:

Birgir Birgisson, Einar Þorvaldsson, Helgi Ívarsson, Tómas Guðnason, Þórir Aspar

Varnarmenn:

Viktor Mojzyszek, Kristján Jóhannesson, Arthur Wincenciak, Orri Valdimarsson

Daníel Otuoma, Benedikt Olgeirsson, Otri Franklinsson, Haukur Steinsen.

Ormur Jónsson, Bergþór Ágústson, Daníel Ryan, Arnar Kristjánsson

Sóknarmenn:

Haukur Karvelsson, Arnar Karvelsson, Emil Lárusson, Hector Rolfsson, Freyr Waage,

Níels Hafsteinsson, Gunnlaugur Þorsteinsson, Hilmar Steinsen,

Birkir Einisson, Ólafur Björgvinsson, Uni Blöndal, Alex Sveinsson, 

Viggó Hlynsson, Nói Jónasson.