Leikið er í Pista de Hielo de Madrid skautahöllinni sem staðsett í verslunarmiðstöð í miðri Madrídarborg. Um þessar mundir er Spænska íshokkísambandið að halda upp á 100 ára afmælið sitt og því ekki loku fyrir skotið að mótið verði allt hið glæsilegasta.
Valdimir Kolek og Sami Petteri Lehtinen, þjálfarar liðsins, eru búnir að setja saman hópinn og er liðið lagt af stað ásamt starfsfólki. Fyrsti leikur Íslands er sunnudaginn 16.paríl kl.10:30 að íslenskum tíma og er gegn Georgíu, en Ísland vann Georgíu (5 - 2) einmitt í apríl á síðasta ári þegar mótið var haldið hér á landi.
Landsliðhópur Íslands
Starfsfólk
Nánar er hægt að fylgjast með mótinu á vef IIHF hér https://www.iihf.com/en/events/2023/wmiia