Karlaliðið niður um styrkleikaflokk

Eftir erfiðan leik og tap á móti Ísrael þar sem spekingar eru sammála um að við vorum betra liðið urðum við að lúta í gras. Liðið spilaði vel en því tókst bara ekki að skora. Við áttum fleiri skot á markið heldur en andstæðingarnir en nýttum færin okkar ekki vel. Ljóst er að liðið fer niður um styrkleikaflokk og spilar að ári í deild 2B sem eru nokkur vonbrigði.  

Við áttum 26 skot á markið á móti 23 skotum þeirra en það dugði bara ekki til að þessu sinni.  Markmið liðsins var að reyna að halda sér í þessum styrkleikaflokki en það tókst ekki. Þá er bara að endurskipuleggja og drífa sig upp aftur.  Það verður næsta markmið.  Þessi staða er ekki ókunn því það tók nokkrar tilraunir á sínum tíma að vinna liðið upp úr styrkleikaflokk 3A upp í 2B. Engin þekkir þessa stöðu betur en Ingvar Þór Jónsson fyrirliði en hann var einnig fyrirliði liðsins á þeim tíma þegar verið var að berjast í því að koma liðinu í styrkleikaflokk 2B upp úr flokki 3A. Við eigum heima í 2A og það eru nokkrir litlir hlutir sem við þurfum að vinna í saman sem hreyfing þá tryggjum við sæti okkar í 2A og förum að berjast um verðlaun þar innan nokkurra ára. Þannig að hér er ekkert að gera annað en setja hökuna upp og setja sér ný markmið. ÁFRAM ÍSLAND

VG