Stjórn ÍHÍ ræddi á fundi sínum í gær hvort og hvernig landsliðsmenn sem eru að mæta á landsliðsæfingar yrður styrktir. Eftirfarandi var bókað í fundargerð:
Ákveðið að greiða ferðastyrk kr. 3.500 pr. leikmann á hverja landsliðsæfingu. Ákveðið að styrkir yrðu greiddir gegn framvísun kostnaðarkvittunar, s.s. bensínnótu eða annars sannarlegs kostnaðar. Ekki verður borgað vegna fyrstu æfingabúða (Try-out).
Þeir sem þarfnast frekari upplýsinga hafi samband við Hallmund í síma 514-4075 eða á
ihi@ihi.is.
HH