01.11.2008
Richard Eiríkur Tahtinen hefur tekið að sér þjálfun karlaliðs Íslands í íshokkí sem heldur til Serbíu í apríl á næsta ári. Tahtinen þekkir vel til íslensks hokkís því hann spilaði með Skautafélagi Reykjavíkur á árunum 2002 - 2004 auk þess sem hann hefur verið aðstoðar þjálfari landsliðsins undanfarinn tvö ár. Tahtinen vann áður við þjálfun hjá Malmö Redhawks ásamt því að taka gráðu í þjálfun og íþróttastjórnun frá háskólanum í Vaxjö. Richard hefur valið fyrsta hóp sinn sem kemur saman til æfinga eftir viku en dagskrá hennar verður birt hér á mánudaginn. Richard valdi eftirtalda leikmenn til æfinga:
Ómar Smári Skúlason SA
Dennis Hedström Björninn
Ævar Þór Björnsson SR
Gunnlaugur Thorodssen SR
Sigurður Árnason SA
Orri Blöndal SWE
Guðmundur Björgvinsson SR
Björn Már Jakobsson SA
Ingvar Þór Jónsson SA
Snorri Sigurbjörnsson Nor
Þórhallur Viðarsson SR
Vilhelm Bjarnason Björninn
Kópur Guðjónsson SA
Daniel Ericsson Swe
Jónas Breki Magnússon DK
Stefán Hrafnsson SA
Egill Þormóðsson SR
Jón Gíslason SA
Gauti Þormóðsson SR
Emil Alengard US
Steinar Páll Veigarsson SR
Arnþór Bjarnason SR
Steinar Grettisson SA
Birgir Hansen Björninn
Robin Hedström Swe
Tómas Tjörvi Ómarsson SR
Gunnar Guðmundsson Björninn
Trausti Bergman Björninn
Sergei Zak Björninn
Kolbeinn Sveinbjarnarson Björninn
Þeir leikmenn sem eru bæði í U18 hópnum og í karlaliðinu eiga að koma til æfinga með þessum hóp að viku liðinni.