Nýtt tímabil, nýtt verkefni og nýr þjálfari

Karlalandsliðið mun að þessu sinni keppa í 2. deild heimsmeistaramóts IIHF.  Keppnin er sett á í Rúmeníu dagana 7. 13. apríl 2008 en Ísrael hefur sótt um skipti við Ísland um riðil. Ef af því yrði færi liðið alla leið til Ástralíu - en það er allt óráðið enn og skýrist ekki fyrr enn eftir haustþing IIHF.
 
Þjálfari liðsins hefur verið ráðinn Sveinn Björnsson sem er fyrsti Íslendingurinn til að þjálfa íslenska karlalandsliðið.