Karlalið SR-inga heimsóttu Jötna til Akureyrar síðastliðið laugardagskvöld. Leiknum lauk með sigri Jötna sem gerðu fjögur mörk gegn þremur mörkum SR-inga. Liðslisti gestanna varð heldur styttri en gert var ráð fyrir vegna þess að flug var fellt niður með skömmum fyrirvara.
Jötnar sem komu sér í þægilega 2 – 0 strax í byrjun leiksins með mörkum frá Stefáni Hrafnssyni og Sigurði Reynissyni og útlitið bjart. SR-ingar gáfust hinsvega ekki upp og náðu að jafna áður en lotan var úti. Guðmundur Þorsteinsson átti fyrra markið en Zdenek Prochazka það síðara. Sigurður Reynisson kom Jötnum síðan aftur yfir í annarri lotu og því allt opið þegar þriðja og síðasta lotan hófst. Fljótlega í þriðju lotunni náðu SR-ingar að jafna með marki frá Viktori Erni Svavarssyni. Það var svo á síðustu mínútu leiksins sem Jötnar nýttu sér að vera manni fleiri á ísnum en mark þeirra gerð Stefán Hrafnsson. SR-ingar fengu síðan kjörið tækifæri til að jafna leikinn þegar örfáar sekúndur lifðu leiks en allt kom fyrir ekki og stigin þrjú voru Jötna.
Mörk/stoðsendingar Jötna:
Stefán Hrafnsson 2/1
Sigurður Reynisson 2/0
Birgir Þorsteinsson 0/1
Björn Jakobsson 0/1
Refsingar Jötna: 40 mínútur.
Mörk/stoðsendingar SR:
Zdenek Prochazka 1/1
Guðmundur Þorsteinsson 1/1
Viktor Örn Svavarsson 1/0
Kári Guðlaugsson 0/1
Miloslav Racansky 0/1
Refsingar SR: 28 mínútur.
Mynd: Ásgrímur Ágústsson
HH