Jötnar og SR Fálkar og mættust á íslandsmótinu í íshokkí karla í gærkvöld og fór leikurinn fram á Akureyri. Leiknum lauk með sigri SR Fálka sem gerðu sjö mörk gegn fimm mörkum Jötna. Leikurinn var allan tímann jafn og spennandi en SR Fálkar voru jafnan á undan að skora en Jötnar hleyptu þeim þó aldrei langt frá sér.
SR Fálkar komust í 0 – 2 forystu með mörkum frá þeim Baldri Líndal og Júníusi Þorsteinssyni. Jötnar voru hinsv egar fljótir að svara fyrir sig og inna við tveimur mínútum síðar höfðu þeir jafnað leikinn með mörkum frá Andra Mikaelssyni og Hafþóri Andra Sigrúnarsyni. Egill Þormóðsson sá svo til þess rétt fyrir lotulok að SR-Fálkar fóru marki yfir inn í leikhléið.
Baráttan hélt áfram í annarri lotu en liðin skiptust þar á jafnan hlut, bæði gerðu tvö mörk og staðan því 4 – 5 SR Fálkum í vil. Egill Þormóðsson kom SR Fálkum í 4 – 6 fljótlega í þriðju lotu en Jötnar hleyptu spennu í leikinn með marki frá Sigurði Reynissyni og staðan því 5 - 6. Þegar um tuttugu sekúndur lifðu leiks gulltryggði Gauti Þormóðsson síðan SR Fálkum stigin þrjú sem voru í boði.
Næsti leikur á íslandsmótinu er á komandi föstudag en þá mætast Skautafélag Reykjavíkur og Víkingar og fer leikurinn fram í Laugardalnum
Mörk/stoðsendingar Jötnar:
Andri Mikaelsson 2/1
Andri Sverrisson 1/1
Hafþór Andri Sigrúnarson 1/0
Sigurður Reynisson 1/0
Refsingar Jötnar: 16 mínútur
Mörk/stoðsendingar SR Fálkar:
Egill Þormóðsson 2/1
Baldur Líndal 2/0
Pétur Maack 1/3
Gauti Þormóðsson 1/1
Júníus Þorsteinsson 1/0
Daníel S. Norðdal 0/1
Gunnlaugur Björnsson 0/1
Egill Friðriksson 0/1
Styrmir Friðriksson 0/1
Refsingar SR Fálkar: 20 mínútur.
HH