Jötnar - Húnar umfjöllun

Fyrri leikur laugardagsins að þessu sinni var leikur Jötna og Húna og fór hann fram, eðli málsins samkvæmt, á Akureyri. Leiknum lauk með öruggum sigri Jötna sem gerðu tíu mörk gegn tveimur mörkum Húna.

Jötnar komust yfir strax á fyrstu mínútu með marki frá Sigurði Reynissyni og rétt eftir miðja lotu bætti Jóhann Már Leifsson öðru marki við og staðan því 2 - 0 heimamönnum í vil þegar lotunni lauk.

Jötnar héldu áfram að að hamra járnið í annarri lotu og með þremur mörkum frá Helga Gunnlaugssyni, Andra Mikaelssyni og Lars Foder breyttu þeir stöðunni í 5 - 0 og stigin þrjú því nokkuð örugg í hús.

Þriðja og síðast lotan var síðan æði fjörug hvað markaskorun varðaði en alls voru skoruð í henni sjö mörk. Jötnar áttu fimm þeirra en Húnar tvö. 


Mörk/stoðsendingar Jötnar:

Jóhann Leifsson 2/3
Sigurður Reynisson 2/1
Andri Mikaelsson 2/1
Lars Foder 2/1
Helgi Gunnlaugsson 1/0
Pétur Elvar Sigurðsson 1/0
Björn Jakobsson 0/3
Hafþór Andri Sigrúnarson 0/1
Ingvar Jónsson 0/1

Refsingar Jötnar: 16 mínútur

Mörk/stoðsendingar Húnar:

David MacIsaac 1/1
Matthías Sigurðsson 1/0
Falur Guðnason 0/2

Refsingar Húnar: 10 mínútur.

Mynd: Sigurgeir Haraldsson

HH