Jötnar og Björninn léku á íslandsmóti karla sl. laugardagskvöld. Leiknum lauk með sigri Bjarnarins sem gerði fimm mörk gegn einu marki Jötna.
Sóknarþungi Bjarnarmanna var töluverður allan leikinn en þeir komust yfir strax á fyrstu mínútu leiksins þegar Thomas Nielsen skoraði fyrir þá. Brynjar Bergmann bætti svo við marki þegar langt var liðið á lotuna.
Birkir Árnason sem sleit barnaskautunum fyrir norðan bætti svo enn stöðu Bjarnamanna fljólega í annarri lotu. Jötnar fengu þó ágætis tækifæri skömmu eftir miðja lotu til að minnka muninn þegar dæmt var víti á Bjarnarmenn en Ben DiMarco brást bogalistinn. Bjarnarmenn gerðu sér hinsvegar lítið fyrir skömmu síðar og gerðu tvö mörk á sömu mínútunni. Fyrra markið átti Lars Foder en það síðara Róbert Freyr Pálsson.
Jötnar gáfust þó ekki upp og í síðustu lotunni náðu þeir að koma sér á blað með marki frá Ben DiMarco.
Með sigrinum náði Björninn að trygga betur veru sína á toppnum en liðið hefur nú sjö stiga forskot á Víkinga sem eiga leik til góða.
Mark/stoðsendingar Jötna:
Ben DíMarco 1/0
Andri Sverrisson 0/1
Rúnar F. Rúnarsson 0/1
Refsingar Víkinga: 10 mínútur.
Mörk/stoðsendingar Björninn:
Lars Foder 1/2
Róbert Freyr Pálsson 1/1
Brynjar Bergmann 1/0
Thomas Nielsen 1/0
Birkir Árnason 1/0
Ólafur Hrafn Björnsson 0/1
Trausti Bergmann 0/1
Refsingar Björninn: 6 mínútur.
Mynd: Sigurgeir Haraldsson
HH