Jötnar - Björninn umfjöllun


Úr leik liðanna á síðasta tímabili                                                                                                    Mynd: Elvar Freyr Pálsson

Jötnar og Björninn áttust við á íslandsmótinu á sl. laugardag. Leiknum lauk með sigri Bjarnarmanna sem gerðu sjö mörk gegn einu marki Jötna.  Þetta er annar leikur liðanna á tímabilinu en þeim fyrri lauk með 5 -1 sigri Bjarnarins.

Strax í upphafi leiksins náðu Bjarnarmenn tveggja marka forystu með mörkum frá Úlfari Jóni Andréssyni og Hirti Geir Björnssyni.  Jötnar komu sér þó fljótlega inn í leikinn með marki frá Helga Gunnlaugssyni en þetta var jafnframt síðasta mark lotunnar og staðan því 1 – 2 Bjarnarmönnum í vil.
Bjarnarmenn mættu síðan ákveðnir til leiks í annarri lotu og komu sér í vænlega 1 – 5 stöðu með mörkum frá Arnari Bragi Ingasyni og þeim bræðum Trausta og Brynjari Bergmann.
Svipað var upp á teningnum í síðustu lotunni, þ.e. Bjarnarmenn héldu áfram að skora og að þessu sinni bættu þeir við tveimur mörkum. Það fyrra átti Ólafur Hrafn Björnsson en það síðara varnarmaðurinn Birkir Árnason sem jafnframt var stigahæðsti leikmaður leiksins.

Mörk/stoðsendingar Jötna:

Helgi Gunnlaugsson 1/0
Lars Foder 0/1

Refsingar Jötna: 12 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Birkir Árnason 1/3
Ólafur Hrafn Björnsson 1/1
Brynjar Bergmann 1/1
Hjörtur Geir Björnsson 1/1
Arnar Bragi Ingason 1/0
Trausti Bergmann 1/0
Úlfar Jón Andrésson 1/0
Matthías Skjöldur Sigurðsson 0/2

Refsingar Björninn: 14 mínútur.

HH