21.03.2005
Rétt í þessu var að ljúka leik Íslands og Króatíu, sem leikin er úti í Rúmeníu. Okkar menn byrjuðu mjög vel og leiddu 1 - 0 eftir fyrsta hluta, eftir annann var staðan orðin 1 - 3 fyrir Króata og okkar menn voru í nokkrum refsingavandræðum. Í þriðja hluta var staðan 2 - 3 og okkar menn frekar að sækja á, leikurinn í járnum, þegar u.þ.b. 6 mínútur voru til leiksloka þá skoruðu Króatar 2 mörk á einni mínútu og leikur okkar manna hrundi. endanleg úrslit voru 2 - 6 Króötum í vil. Mörk okkar skoruðu Gauti Þormóðsson og Emil Alengard. Nánar um leikinn og fleira síðar í dag.