Ísland - Belgía

Landslið Íslands skipað leikmönnum undir 20 ára aldri hóf í dag keppni í 2 deild á heimsmeistaramóti Alþjóða Íshokkísambandsins. Fyrsti leikur liðsins var gegn Belgum og gerði liðið sér lítið fyrir og vann leikinn með 5 mörkum gegn 1. Ásamt Íslendingum og Belgum eru í riðlinum Spánverjar, Frakkar, Hollendingar og heimamenn Eistar.

Það var Ólafur Hrafn Björnsson sem kom íslenska liðinu á bragðið strax á fimmtu mínútu og lengi leit út fyrir að íslenska liðið færi með það mark inn í leikhlé. Belgar náðu hinsvegar að jafna stuttu fyrir hlé og staðan því 1 -  eftir fyrstu lotu.

Aðeins eitt mark kom í annarri lotu en þá nýtti íslenska liðið sér að vera einum fleiri. Markið gerði Tómast Tjörvi Ómarsson og stoðsendinguna átti Gunnar Darri Sigurðsson.

Íslenska liðið átti síðan þriðju og síðustu lotuna hvað markaskorun varðaði. Brynjar Bergmann gerði tvö mörk en á milli þeirra læddi Matthías Máni Sigurðarson einu marki inn.

Að leik loknum var Ævar Þór Björnsson valinn leikmaður íslenska liðsins í leiknum.


Mörk/stoðsendingar Ísland:

Brynjar Bergmann 2/0
Tómas Tjörvi Ómarsson 1/1
Ólafur Hrafn Björnsson 1/0
Matthías Máni Sigurðarson 1/0
Gunnar Darri Sigurðsson 0/2

Fljólega fara vonandi að berast ferðafréttir og myndir frá Tallinn.

Mynd: Björn Geir Leifsson

HH