Ísland vann brons í kvöld með glæsilegum sigri á Suður afríku 8 - 1 strákarnir hrukku aftur í gang og sýndu sínar bestu hliðar eftir tvo slaka leiki gegn Mexíkó og Nýja Sjálandi, fyrir mótið var lið Suður Afríku álitið það sterkasta í mótinu þannig að sigurinn var sætur og liðið sýndi snilldar takta á köflum. Við verðlauna afhendingu á mótsslitum var Aron Leví Stefánsson kjörinn besti maður liðsins, Gauti Þormóðsson var stigahæsti maður mótsins með 14 stig 10 mörk og 4 stoðsendingar og Birkir Árnason var kjörinn besti varnarmaður mótsins. Nánar má lesa um leikinn á síðu IIHF
www.iihf.com