Íshokkísamband íslands, auglýsir eftir umsjónarmönnum landsliðsstarfs karla.
Um er að ræða tvær hlutastöður. Ein í Reykjavík og ein á Akureyri.
Umsjónamenn landsliðsstarfs þurfa að hafa góða þekkingu á íþróttinni. Góða almenna menntun. Þjálfaramenntun er kostur. Góða tölvukunnáttu.
Mjög mikilvægt er að þessir tveir aðilar fyrir norðan og sunnan vinni vel saman. Ef hentar tekur sambandið á móti umsóknum frá 2 aðilum saman ef óskað er.
Starfið er m.a. fólgið í því að koma auga á efnilega einstaklinga.
Samvinnu við þjálfara félagsliða.
Halda utan um öll þrjú landslið Íslands í karla flokkki.
Skipuleggja og halda utanum æfingabúðir í samvinnu við framkvæmdastjóra / Íþróttastjóra.
Annast skráningu á mælingum einstaklinga í úrtökum, og fylgjast með þróun einstaka leikmanna.
Aðstoða þjálfara landsliða við keppni og æfingar.
Fylgja liðunum eftir í keppnisferðir og margt fleira.
Starfið er ekki bundið við ákveðna vinnustöð en viðkomandi hafa aðgang og aðstöðu til úrvinnslu á skrifstofu ÍHÍ í Laugardal.
Nánari upplýsingar veitir Viðar Garðarsson framkvæmdastjóri ÍHÍ í síma 696-6669
Áhugasamir sendi umsóknir á ihi@ihi.is fyrir 15. júlí 2024.