Íshokkímót í Egilshöll um helgina

Í dag og á morgun stendur Björninn fyrir Icelandair Cup sem orðið að er árlegum viðburði í Egilshöllinni.  Björninn fær venjulega til sín erlenda gesti til þátttöku á mótinu auk þess sem sem íslenskum liðum er boðin þátttaka.  Að þessu sinni munu hingað koma þrjú lið frá Boston í Bandaríkjunum og skv. heimasíðu félagsins www.bjorninn.com er um að ræða U16 og U18 karla lið og eitt kvennalið.  Í kvennaflokki keppa auk erlenda liðsins bæði Björninn og SA en þetta er í annað skiptið í vetur sem erlent kvennalið sækir okkur heim, en Fálkarnir frá Kanada voru hér fyrir um mánuði síðan.
 
Dagskrá mótsins má sjá á heimasíðu Bjarnarins og um að gera fyrir fólk að kíkja á góða hokkíleiki í kvöld og á morgun og hita upp fyrir Heimsmeistaramótið sem hefst á mánudag.