Róbert Freyr Pálsson hefur verið valinn íshokkímaður ársins 2019 af stjórn Íshokkísambands Íslands.
Róbert Freyr hefur leikið með Birninum frá unga aldri og er fyrirliði meistaraflokks Fjölnis/Bjarnarins 2019.
Róbert Freyr vann silfurverðlaun með landsliði Íslands á heimsmeistaramóti Alþjóða Íshokkísambandsins í apríl síðastliðnum, skoraði þar eitt mark og átti tvær stoðsendingar. Hlutverk Róberts með landsliðinu hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár og er hann nú fyrirliði landsliðsins sem tekur þátt í undankeppni Ólympíuleikanna 2022.
Róbert Freyr er þekktur fyrir baráttu sína og vinnusemi, hann er frábær liðsfélagi og hefur ætið verið tilbúinn til að taka þátt í landsliðsverkefnum og er til fyrirmyndar í alla staði.
Íshokkísamband Íslands óskar Róberti Frey innilega til hamingju með árangurinn.