Ólafur Hrafn Björnsson Mynd: Eyþór Árnason
Ólafur Hrafn Björnsson er íshokkímaður ársins 2012. Ólafur Hrafn er tvítugur sóknarmaður sem leikur með Birninum í Reykjavík. Björninn er núverandi Íslandsmeistari í íshokkí og er þetta jafnramt fyrsti Íslandsmeistaratitill liðsins.
Ólafur Hrafn hóf ungur að æfa íshokkí í Svíþjóð en hann hefur allan sinn feril leikið þar eða með liði sínu Birninum. Ólafur Hrafn hefur undanfarin ár verið með stiga- og markahæstu leikmönnum á Íslandsmótinu.
Ólafur Hrafn var fyrirliði landsliðs skipað leikmönnum 20 ára og yngri en liðið vann í janúar sl., rétt til þess að leika í II. deild á komandi tímabili. Að mótinu loknu var Ólafur valinn, af þjálfara liðsins, besti leikmaður íslenska liðsins.
Ólafur Hrafn hefur tvö síðastliðin keppnistímabil átt sæti í karlalandsliði Íslands í íshokkí en bæði árin hefur liðið toppað sinn besta árangur til þessa.
Til hamingju!