ÍHÍ staðfestir leikheimildir fyrir SR

Skautafélag Reykjavíkur óskaði í vikunni eftir félagaskiptum og leikheimildum  fyrir eftirtalda leikmenn. 

Innanlands:
María Sól Kristjánsdóttir, frá Fjölni.
Ragnhildur Kjartansdóttir, frá Skautafélagi Akureyrar.
Gunnborg Petra Jóhannsdóttir, frá Skautafélagi Akureyrar.
Inga Rakel Aradóttir, frá Skautafélagi Akureyrar.
 

SR greiddi fyrir félagaskiptin samkvæmt regum ÍHÍ og félögin sem leikmennirnir koma frá hafa staðfest skuldleysi þeirra. því hafa þessir einstaklingar hlotið leikleyfi og því teljast þeir löglegir leikmenn á Íslandsmótinu í íshokkí tímabilið 2024-2025 með Skautafélagi Reykjavíkur.   

Erlend félagaskipti:

Skautafélag Reykjvíkur óskaði einnig eftir erlendum félagaskiptum fyrir Eduard Kascak, frá Slóvakíu.

IIHF og Slóvakíska íshokkísambandið hafa staðfest félagaskiptin og því hefur Eduard Kascak, hlotið leikleyfi og því telst hann löglegur leikmaður á Íslandsmótinu í íshokkí tímabilið 2024-2025 með Skautafélagi Reykjavíkur.