Húnar og Víkingar léku á íslandsmótinu í íshokkí karla á laugardagskvöld og lauk leiknum með sigri Víkinga sem gerðu 7 mörk gegn 4 mörkum Húna. Þetta var jafnframt síðasti leikurinn í deildarkeppni karla á þessu leiktímabili.
Fyrir leikinn lá ljóst fyrir hvaða lið léku til úrslita þetta árið en það breytti engu um að Víkingar mættu baráttuglaðir til leiks staðráðnir í að taka þrjú síðustu stigin sem í boði væru.
Það voru hinsvegar Húnarnir sem komust yfir í fyrstu lotu með marki frá Úlfari Jóni Andréssyni en það var jafnfram eina mark lotunnar.
Mörkin létu ekki á sér standa í annarri lotu og þegar lotan var rétt rúmlega hálfnuð var staðan orðin 2 – 3 Víkingum í vil. Víkingar héldu svo áfram að bæta í og í lotulok var staðan 3 – 6 þeim í vil. Liðin gerðu síðan sitthvort markið í síðustu lotu. Óli Þór Gunnarsson minnkaði muninn fyrir Húna fljótlega í þriðju lotunni en Lars Foder svaraði fyrir Víkinga þegar um fimm mínútur lifðu leiks.
Mörk/stoðsendingar Húnar:
Sergei Zak 1/2
Úlfar Jón Andrésson 1/1
Gunnar Guðmundsson 1/1
Óli Þór Gunnarsson 1/0
Steindór Ingason 0/1
Refsingar Húnar: 18 mínútur.
Mörk/stoðsendingar Víkingar:
Sigurður Reynisson 3/0
Lars Foder 2/0
Guðmundur Snorri Guðmundsson 1/2
Andri Már Mikaelsson 1/1
Birgir Örn Sveinsson 0/1
Ingvar Þór Jónsson 0/1
Björn Már Jakobsson 0/1
Refsingar Víkingar: 6 mínútur.
HH