Markaskorarinn Sæmundur Þór Leifsson í baráttunni fyrr í vetur Mynd: Sigurgeir Haraldsson
Húnar og Jötnar léku á íslandsmótinu í íshokkí á laugardagskvöld og fór leikurinn fram í Egilshöll. Leiknum lauk með sigri Jötnar sem gerðu fjögur mörk gegn tveimur mörkum Húna.
Jötnar sem kvöldið áður áttu erfiðan leik gegn SR-ingum kvöldið áður voru nokkuð lengi í gang og það nýttu Húnar sér.
Það voru þó Jötnar sem áttu fyrsta markið en það gerði Lars Foder þegar lotan var u.þ.b. hálfnuð. Á fimmtándu mínútu jafnaði hinsvegar Arnar Bragi Ingason metin fyrir Húna og var var liðin mínúta þegar Hrólfur Gíslason kom Húnum 2 – 1 yfir. Þannig var staðan í lotulok.
Sigurður Sigurðsson, sem var fjarverandi í leiknum sem Jötnar léku kvöldið áður, jafnaði síðan leikinn í annarri lotu en það var jafnframt eina mark lotunnar.
Jötnar náðu síðan að skora mörkin tvö, sem skildu liðin að í leikslok, í þriðju Í þriðju lotunni. Fyrra markið gerði Sæmundur Þór Leifsson en það síðar Ingþór Árnason .
Mörk/stoðsendingar Húnar:
Arnar Bragi Ingason 1/0
Hrólfur Gíslason 1/0
Róbert Freyr Pálsson 0/2
Reynir Viðar Salómonsson 0/1
Snorri Gunnar Sigurðsson 0/1
Refsingar Húnar: 8 mínútur.
Mörk/stoðsendingar Jötnar:
Sigurður Sigurðsson 1/1
Lars Foder 1/0
Sæmundur Leifsson 1/0
Ingþór Árnason 1/0
Guðmundur Snorri Guðmundsson 0/1
Birgir Örn Sveinsson 0/1
Björn Jakobsson 0/1
Refsingar Jötnar: 6 mínútur.