Húnar - Björninn umfjöllun


Róbert Freyr Pálsson á ísnum                                                                        Mynd: Sigrún Björk Reynisdóttir

Húnar og Björninn léku á íslandsmótinu í íshokkí karla í kvöld og fór leikurinn fram í Egilshöll. Leiknum lauk með sigri Bjarnarins sem gerði átta mörk gegn einu marki Húna.

Bjarnarmenn gerðu útum leikinn strax í fyrstu lotu með fjórum mörkum en þeir sóttu töluvert meira allan leikinn.  Það var Úlfar Jón Andrésson sem opnaði markareiking Bjarnarmanna. 

Leikurinn jafnaðist nokkuð í annarri lotu en hana unnu Bjarnarmenn með tveimur mörkum gegn einu. 

Í síðustu lotunni bættu Bjarnarmenn við tveimur mörkum og tóku stigin þrjú sem í boði voru. Bjarnarmenn berjast nú hart um sæti í úrslitum við Víkinga frá Akureyri en Skautafélag Reykjavíkur hefur nú þegar tryggt sér sæti. Úrslitakeppnin hefst í byrjun mars.

Mörk/stoðsendingar Húnar:

Óli Þór Gunnarsson 1/0
Arnar Bragi Ingason 0/1 

Refsingar Húnar: 12 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Ólafur Hrafn Björnsson 2/3
Sigursteinn Atli Sighvatsson 2/3
Einar Sveinn Guðnason 1/1
Úlfar Jón Andrésson 1/0
Matthías S. Sigurðsson 1/0
Steindór Ingason 1/0
Richard Tahtinen 0/2
Birkir Árnason 0/1
Hjörtur G. Björnsson 0/1

Refsingar Björninn: 2 mínútur

HH