Hokkíhelgin.


Úr leik Jötna og Fálka fyrr í vetur.                                                                                       Mynd: Sigurgeir Haraldsson

Hokkíhelgina að þess sinni hefst strax í kvöld með leik í skautahöllinni í Laugardal. Þar leika klukkan 20.15 lið SR Fálka og Víkinga í meistaraflokki karla. Lið SR Fálka er mestmegnis skipað ungum leikmönnum en liðskipan liðanna er þegar komin á tölfræði síðu okkar hér til hægri. Lið Víkinga mætir sterkt til leiks en einhverjir leikmenn eiga þó ekki heimangegnt einsog gengur og gerist. 

Einn leikur er á dagskrá í meistaraflokk kvenna en þá mætast Björninn og Ynjur og fer leikurinn fram í Egilshöll og hefst klukkan 18.00. Þetta er þriðji leikur liðanna í vetur en í hinum fyrri hafa Ynjur farið með sigur af hólmi, annarsvegar 1 - 10 og hinsvegar 6 - 2. Liðskipan liðanna hefur ekki borist en gera má ráð fyrir að bæði lið mæti vel mönnuð til leiks.


Á morgun eiga SR Fálkar síðan annan leik þegar þeir mæta Jötnum í Laugardalnum og hefst sá leikur klukkan 18.30. Rétt einsog með leikinn í kvöld er liðskipan liðanna komin upp og fyrir þá sem ekki eiga heimangengt verður hægt að fylgjast með gangi leikjanna í beinni textalýsngu. 

Á Akureyri verður síðan leikið 3. flokks mót og verða úrslitin í því birt hér eftir helgi.

HH