Það er margurinn stórleikurinn á dagskrá í hokkíinu þessa helgina.
Fyrst ber að nefna leik Serbíu og Íslands á HM-mótinu sem nú fer fram í Serbíu. Með sigri tryggir íslenska liðið sér bronsið í mótinu og því er góð ástæða til að kíkja á tengilinn á mótið hér hægra meginn á síðunni hjá okkur klukkan 19.00 að íslenskum tíma.
Tíu aðrir stórleikir fara síðan fram í Skautahöllinni á Akureyri um helgina þegar Bautamótið í 4. flokki verður haldið. Það kann að hljóma undarlega en þetta er fyrsta mótið í 4. flokki sem telur til íslandsmóts. Fyrsta mótið sem haldið var í september sl. var bikarmót og móti númer tvö varð að fresta vegna ófærðar. Leikmenn í þessum flokki hafa því þurft að bíða óþreyjufullir eftir því að íslandsmótið hjá þeim hefjist.
HH