Hokkíhelgin

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Hokkíhelgin framundan er fjölbreytt að vanda  en að þessu sinni fara fram tveir leikir í meistaraflokki sunnan heiða og svo mót í 5; 6. og 7. flokki á Akureyri en mót þetta hefur oftar en ekki verið kennt við Brynju.

Fyrsti meistaraflokksleikurinn sem leikinn verður er leikur Skautafélags Reykjavíkur og Víkinga. Leikurinn fer að sjálfsögðu fram í skautahöllinni í Laugardal og hefst klukkan
Bæði lið mæta ágætlega mönnuð til leiks. Eitthvað er þó um meiðsli en hjá SR-ingum eru sóknarmennirnir Arnþór Bjarnason og Egill Þormóðsson  meiddir en hjá Víkingum varnarmaðurinn Sigurður Óli Árnason. Stigin þrjú sem eru í boði skipta töluverðu máli. SR-ingar vilja stigin þrjú til að halda sér nálægt toppliðunum og það sama á sjálfsögðu við um Víkinga einnig.

Strax á eftir karlaleiknum leika lið SR og SA í meistaraflokki kvenna. Bæði lið mæta ágætlega mönnuð til leiks en bæði liðin nýta sér leyfilegt leikmannalánsfyrirkomulag sem er í flokknum. Heimakonur í SR hafa átt á brattann að sækja undanfarin ár en geta liðsins hefur þó aukist jafnt og þétt. SA hefur á hinn bóginn á að skipa stórum hóp leikmanna á öllum aldri og framtíðin því mjög björt. Með sigri nær SA að jafna Björninn að stigum í deildarkeppninni .

Síðast en ekki síst fer fram Brynjumótið í barnaflokki. Mótið fer fram á Akureyri og verður án nokkurs vafa mikið fjör á mótinu. Dagskrá mótsins má sjá hér.

Ásgrímur Ágústsson

HH