Hokkíhelgi



Frá barnamóti á Akureyri                                                                                  Mynd: Ómar Þór Edvardsson

Það er stór hokkíhelgi framundan að þessu sinni og öll fer hún fram á Akureyri. Spilaðir verða 32 leikir af öllum stærðum og gerðum frá krílaflokki upp í meistaraflokk.

Strax í kvöld verður byrjað því að þá leika Ásynjur og Skautafélag Reykjavíkur og hefst leikurinn klukkan 22.00. Töluverður munur er á liðunum en ekki ólíklegt að sunnankonur fái eitthvað lánað af leikmönnum eins og þeim er heimilt til að styrkja lið sitt.

Á morgun hefst svo mót fyrir börn í barnaflokkum, þ.e. fimmta, sjötta og sjöunda flokki og þar á án nokkurs vafa eftir að verða mikið fjör en leikið er bæði laugardag og sunnudag. Mótaskránna fyrir mótið má finna hér.

Á laugardagskvöldinu mætast síðan Jötnar og Húnar og hefst sá leikur klukkan 19.30. Jötnarnir hafa unnið einn leik en Húnar tapað öllum sínum svo bæði lið vilja stigin án nokkurs vafa.

HH