Hokkíhelgin að þessu sinni fer fram bæði sunnan- og norðanlands. Um er að ræða bæði keppni og æfingar.
Í Egilshöllinni á morgun, laugardag, leika Björninn og Skautafélag Reykjavíkur í meistaraflokki kvenna. Leikurinn hefst klukkan 19.30. Lið SR í kvennaflokki er enn í mótun enda var liðið endurreist á síðasta ári. Uppbyggingin mun því taka nokkurn tíma en vonandi tekst þeim að bæta jafnt og þétt í liðið. Hjá Birninum er Flosrún Vaka Jóhannesdóttir komin í frí frá keppni hvað svosem síðar verður. Liðið hefur verið að bæta við sig nokkuð af nýliðum og með tíð og tíma mun liðið styrkjast.
Norðan heiða mun U20 ára landslið Íslands æfa af kappi um helgina en fljótlega eftir æfingabúðirnar ætti liðið að verða tilkynnt. Liðið heldur til Nýja-Sjálands til keppni í janúar nk.
HH