Hokkíhelgin hófst í gærkvöld með leik leik SA og Bjarnarins í 2. flokki karla og unnu heimamenn í SA með 5 mörkum gegn þremur mörkum gestanna í Birninum.
Seinnipartinn í dag eða klukkan 18.30 koma SA Ynjur í heimsókn í Laugardalinn og spila við SR-inga í meistaraflokki kvenna. Þetta er jafnframt síðasti deildarleikurinn í meistaraflokki kvenna en úrslitakeppnin í kvennaflokki hefst á laugardeginum eftir tvær vikur.
Á morgun klukkan 17.00 hefst úrslitakeppnin í meistaraflokki karla. Þar leika SA Víkingar gegn Skautafélagi Reykjavíkur og fer fyrsti leikurinn fram á Akureyri en
leikjaniðurröðunina má sjá hér. Eitthvað er um meiðsli hjá báðum liðum en maður kemur í manns staða og útlit fyrir spennandi keppni. Búið er að ganga frá tölfræði úr deildarkeppninni hjá körlunum
en hana má sjá hér. Fyrir þá sem sem eiga ekki heimangengt á leikinn er stefnt að því að hafa textalýsingu á honum hér á ÍHÍ en nánari fréttir af því verða hér á morgun.
Mynd: Elvar Freyr Pálsson
HH