21.01.2011
Hokkíhelgin hefst í kvöld klukkan 19.30 með leik Bjarnarins og SA Jötna og fer leikurinn fram í Egilshöllinni. Einsog sjá má í tölfræðinni hafa sumir leikir þessara liða verið jafnir og spennandi og engin ástæða til þess að halda að þar verði breyting á.
Á morgun, mæta svo í Laugardalinn SA Valkyrjur og mæta þar SR-konum og hefst leikurinn klukkan 18.30. Valkyrjur hafa borið nokkuð af varðandi stigaskorun þetta árið og unnið alla sína átta leiki. Þær eru því sigurstranglegar á morgun. SR-konum hófu hinsvegar tímabilið á byrjunarreit og því leiðin alltaf upp fyrir þær.
Klukkan 19.15 á morgun hefst síðan í Egilshöllinni síðari leikur Bjarnarins og SA Jötna í meistaraflokki karla.
Mynd: Elvar Freyr Pálsson
HH