Hokkíhelgi

Dagskráin er að komast í fullan gang og þó svo um helgina sé aðeins einn leikur á dagskránni. Það er leikur Víkinga og Bjarnarins sem fram fer í Skautahöllinni á Akureyri og hefst klukkan 17.30 Norðanmenn hafa eins og áður hefur komið fram hér birt lið sín og nú er bara spurningin um hvaða leikmenn færast upp frá Jötnum fyrir leikinn á morgun. Rúnar F. Rúnarsson er hættur við að hætta en flest nöfnin eru kunnugleg. Hvað Bjarnarliðið áhrærir er líka nokkur óvissa. Þó er vitað að Brynjar Freyr Þórðarson er farinn til Danmerkur og leikur þar við hlið Birkis Árnasonar norðanmanns. Birgir Hansen hefur ákveðið að leika með heldri mönnum. Tveir ungir og efnilegir eru líka horfnir á braut, Ólafur Hrafn Björnsson er farinn til Svíþjóðar og verður þar í vetur og Styrmir Örn Snorrason er farinn til Kanada. Þrátt fyrir þetta hefur heyrst af stórum hópum á æfingum hjá Birninum.
Fyrir norðanmenn verður líka nóg að gera því um helgina því einsog hefur komið fram verður dómaranámskeið um helgina norðan heiða.

Góða skemmtun.

Myndina tók Sigurgeir Haraldsson

HH