Hokkíhelgi

Frá 4. flokks móti
Frá 4. flokks móti

Hokkíhelgin að þessu sinni er fjölbreytt og tólf leikir á dagskránni bæði sunnan og norðan heiða.

Fjörið hefst strax í fyrramálið þegar 4. flokks helgarmót hefst í Egilshöllinni. Mótið var áður á dagskrá í nóvember á síðasta ári en vegna veðurs og ófærðar varð að fresta mótinu. Dagskrá mótsins má sjá hér.

Á morgun verða einnig tveir leiki í meistaraflokki og fara þeir báðir fram á Akureyri.

Fyrr leikurinn sem hefst klukkan 16.30 er leikur Víkinga og Bjarnarins í meistaraflokki karla. Stigin þrjú sem eru í boði eru vel þeginn af báðum liðum enda berjast þau þessa dagana um heimleikjaréttinn í úrslitakeppninni. Leikmannalisti liðanna er komin á tölfræði síðuna hjá okkur og þar sést að bæði liðin tefla fram sterkum liðum.

Að leiknum í karlaflokki loknum mætast Ynjur og Björninn í meistaraflokki kvenna. Ásynjur hafa þegar tryggt sér sigur í deildarkeppninni en Ynjur fylgja fast á hæla þeim. Norðan stúlkur verða því að teljast sigurstranglegri í leiknum á morgun. Rétt einsog í fyrri leiknum á morgun er leikmannalisti kominn á tölfræðisíðuna.

Mynd: Ómar Þór Edvardsson

HH