15.05.2011
Nú er það ljóst að landsliðið okkar spilar í annarri deild A, heima á Íslandi á næsta tímabili. Þetta er mikið fagnaðarefni því að liðið hefur ekki spilað á heimavelli síðan 2006 og framfarirnar hafa verið miklar síðan þá. Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir alla íshokkí unnendur.
Á sama tíma var fyrirkomulagi Heimsmeistaramótsins breitt nokkuð. Núna verða deildirnar spilaðar eftir styrkleikagreiningu þannig eru þjóðirnar 12 sem leika í annarri deild flokkaðar í A og B styrkleikaflokk eftir úrslitum síðasta árs og við leikum í sterkari hlutanum með Spáni, Nýja sjálandi, Króatíu, Eistlandi og Serbíu.