Vladimir Kolek og Sami Lehtinen landsliðsþjálfarar karla hafa valið lokahópinn sem tekur þátt í heimsmeistaramóti karla, 2022 IIHF World Championship Div IIb.
Mótið fer fram í Skautahöllinni í Laugardal 18. - 23. apríl.
Þátttökuþjóðir auk Íslands eru Mexíkó, Búlgaría, Belgía og Georgía.
Opnunarleikur mótsins, Ísland - Búlgaría, hefst annan í páskum kl 16:30.
Nánari upplýsingar um framvindu mótsins má finna á heimasíðu alþjóða íshokkísambandsins.
Landslið íslands 2022
Liðsstjóri Ari Gunnar Óskarsson
Tækjastjóri Leifur Ólafsson
Sjúkraþjálfari Emanuel Sanfilippo
Mótslæknir Arnar Bragi Ingason
Bjarni Helgason hannaði logo heimsmeistaramótsins og Skautafélag Reykjavíkur sér um framkvæmd mótsins í Laugardalnum í samstarfi við Skautafélag Akureyrar og Fjölni íshokkídeild.