Fyrrum formaður Austuríska íshokkísambandsins og framkvæmdastjórnarmaður og gjaldkeri Alþjóða íshokkísambandsins til margra ára Dr Hans Dobida er látinn 95 ára að aldri. Hans Dobida var okkur íslendingum mjög hjálplegur þegar við vorum að stíga okkar fyrstu skref á alþjóða vettvangi. Dobida kom hingað til lands í tvígang sem mótsstjóri á mótum sem hér voru haldin og hafði einstakar taugar til okkar Íslendinga í gegnum kunningskap sinn við Pál Pampichler Pálsson (1928-2023) tónskáld. Dobida var ættaður frá Austurísku borginni Graz eins og Páll. Með Dobida er fallinn sannur heiðursmaður og vinur.