Kvennalandslið Íslands mun taka þátt á heimsmeistaramótinu í íshokkí sem fram fer í Valdemoro á Spáni dagana 17. - 23. mars á næsta ári. Auk Íslands taka þátt Spánn, Rúmenía, Tyrkland, Nýja Sjáland og Kínverska Tapei (Tævan).
Jenny Potter hefur verið ráðin þjálfari liðsins kemur frá Bandaríkjunum og er ein besta íshokkíkona allra tíma. Jenny hefur t.a.m. orðið ólympíumeistari sem fyrirliði bandaríska kvennalandsliðsins, ásamt því að hafa tvisvar unnið silfur og brons. Hún er gríðarlega reynslumikill leikmaður sem hefur hlotið fjölda verðlauna, bæði með landsliði og sem leikmaður í NCAA deildinni - árið 2000 var hún stigahæsti leikmaður þeirrar deildar, með 41 mark og 52 stoðsendingar á einu tímabili. Árið 2010 var hún valin íshokkíkona ársins í Bandaríkjunum og þess má geta að þá var hún eina móðirin í bandaríska liðinu. Hún hefur starfað sem þjálfari undanfarin misseri og rekur m.a. hokkískóla í sínu heimalandi. Frekari upplýsingar um Jenny Potter má finna hér: https://en.wikipedia.org/wiki/Jenny_Schmidgall-Potter
Birna Baldursdóttir verður aðstoðarþjálfari, hún fyrrum landsliðskona, íþróttafræðingur og einkaþjálfari.
Guðmundur Heiðar Jónsson verður sjúkraþjálfari liðsins.
Inga Kristín Sigurgeirsdóttir fer sem tækjastjóri.
Liðsstjóri verður Guðrún Kristín Blöndal.
Fyrstu æfingabúðirnar munu fara fram á Akureyri helgina 20.-22. október. 34 leikmenn hafa verið valdir til þátttöku en 18-20 leikmenn munu að lokum verða fulltrúar Íslands á mótinu.
Leikmennirnir sem valdir hafa verið til þátttöku í fyrstu æfingabúðunum eru: